Enski boltinn

Jökull framlengir við Reading

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jökull kvittar undir samninginn.
Jökull kvittar undir samninginn. mynd/reading

Markvörðurinn Jökull Andrésson hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við enska B-deildarliðið Reading.

Jökull hefur staðið í marki U19-ára landslið Íslands en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Reading sumarið 2018.

Hann var með annars lánaður til Hungerford Town á síðustu leiktíð sem gerði honum gott en þar komst hann í meistaraflokksfótbolta.

Hann lék svo sinn fyrsta leik fyri U23-ára lið Reading í janúar á þessu ári og hefur síðan þá meðal annars æft með aðalliði félagsins.

Hann spilaði meðal annars í æfingarleik gegn Gibraltar United og spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla sem og gegn Southend.

Bróður Jökuls er Axel Óskar Andrésson sem er á mála hjá Víkingi í Noregi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.