Enski boltinn

Gylfi og Schneiderlin fengu lægstu einkunn Echo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og Richarlison niðurlútir í leikslok.
Gylfi og Richarlison niðurlútir í leikslok. vísir/getty
Gylfi Sigurðsson og Morgan Schneiderlin fengu lægstu einkunn leikmanna Everton er liðið tapaði 2-0 fyrir Norwich á heimavelli í gær.

Gengi Everton hefur ekki verið upp á marga fiska upp á síðkastið og ekki skánaði gengið í gær er liðið lá fyrir einu af botnliðunum á heimavelli.

Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton og var með fyrirliðabandið en hann og Schneiderlin fengu báðir fjóra í einkunn.







„Var með stórt svæði sem hann þurfti að sjá um og fór ekki eins vel með boltann eins og hann hefði átt að gera. Spilaði með pappír í munninum nánast allan fyrri hálfleikinn eftir samstuð snemma leiks,“ segir í umfjölluninni.

„Þarf að búa til meira og hefði mögulega átt að skora en Krul gerði vel í að halda boltanum. Eftir tæklingu hans féll boltinn til Dennis Srbeny í öðru marki Norwich.“

Gylfi og félagar eru í 15. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×