Erlent

Esau laus úr haldi lögreglu

Sylvía Hall skrifar
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum. Samkomulagið var gert utan réttar en fréttastofa RÚV hefur dómsúrskurðinn undir höndum.

Esau var handtekinn í gær ásamt Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar sem Samherj fékk kvóta í gegnum. Esau sagði af sér eftir umfjöllun um Samherjaskjölin en fullyrti að þrátt fyrir þau gögn sem væru komin fram væri hann ekki spilltur heldur væri um að ræða ófrægingarherferð gegn sér og SWAPO-flokknum.

Haft er eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóra spillingarlögreglunnar í Namibíu, á vef RÚv að umsókn um handtökuskipunina hafi ekki uppfyllt skilyrði. Því hafi hún verið felld úr gildi.

Í dag var greint frá því að handtökutilskipun hafi verið gefin út á hendur Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og þeirra James Hatuikulipi og Tamson Hatuikulipi, kallaður Fitty, sem báðir voru viðriðnir mál Samherja. Mennirnir hafa oft verið kallaðir „hákarlarnir“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×