Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 20:00 Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum. Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum.
Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira