Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Albaníu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leitað í rústum hótels í Durres.
Leitað í rústum hótels í Durres. Vísir/AP
Öflugur jarðskjálfti reið yfir Albaníu í morgun með þeim afleiðingum að minnst sex eru látnir og að minnsta kosti 300 slasaðir. Óttast er að tala látinna muni hækka. Byggingar hafa hrunið nærri upptökum skjálftans, sem voru um þrjátíu kílómetra frá höfuðborginni Tirana.

Bandaríska jarðfræðistofnunin segir að skjálftinn hafi verið 6,4 stig. Einn lét lífið þegar bygging hrundi í bænum Durres og annar þegar hann reyndi að stökkva út um glugga á byggingu sem skalf svo mikið að hann óttaðist að hún myndi hrynja.

Jörð skalf á sama svæði í september þar sem nokkuð tjón varð á mannvirkjum en ekkert manntjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×