Enski boltinn

Mourinho telur útilokað að nokkuð lið geti náð Liverpool

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mourinho er sagður vilja aftur í ensku úrvalsdeildina
Mourinho er sagður vilja aftur í ensku úrvalsdeildina vísir/getty
Jose Mourinho, fyrrum stjóri Man Utd og Chelsea, er eins og margir aðrir sannfærður um að Liverpool muni standa uppi sem Englandsmeistari í lok leiktíðar.

Mourinho var einn af sérfræðingum Sky Sports í tengslum við stórleik Man City og Liverpool í dag og þar mátti augljósa greina aðdáun hans á leikskipulagi Jurgen Klopp.

„Eins og ég sé þetta er titilbaráttunni lokið. Ekki nema eitthvað ótrúlegt gerist hvað varðar meiðsli og þess háttar,“ sagði Mourinho.

„Þeir eru búnir að fullkomna lið sitt. Út frá leikfræði er magnað hvernig þeir ná að búa til þessar stöður fyrir Mane og Salah. Vinnan sem Firmino vinnur fyrir þá. Henderson og Wijnaldum þar fyrir aftan. Þeirra leikur er virkilega, virkilega góður,“ segir Mourinho.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.