Enski boltinn

Æðstu menn Arsenal standa þétt við bakið á Emery

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vonleysi blasir yfir Emery.
Vonleysi blasir yfir Emery. vísir/getty

Íþróttamiðillinn The Athletic greinir frá því að æðstu menn innan Arsenal standi þétt við bakið á stjóra liðsins, Unai Emery, þrátt fyrir slakan árangur liðsins.

Á laugardaginn tapaði Arsenal 2-0 sannfærandi fyrir Leicester á útivelli og hefur gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska upp á síðkastið.

Liðið er í 6. sæti deildarinnar og er einungis búið að vinna fjóra af fyrstu tólf leikjunum. Liðið er átta stigum á eftir Meistaradeildarsæti.Þrátt fyrir slakan árangur og að liðið hafi ekki unnið leik í úrvalsdeildinni síðan 6. október eru æðstu menn Arsenal ekki á þeim buxunum að láta Spánverjann fara.

Hann mun fá traustið áfram og verður í brúnni þangað til næsta sumar, að minnsta kosti, en þá rennur samningur hans við félagð út. Þá verður tekinn ákvörðun um framhaldið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.