Enski boltinn

Slæm helgi Auba­mey­ang: Tap gegn Leicester og klessti 43 milljóna króna Lam­borg­hini-bílinn sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang þakkar stuðningsmönnum Arsenal fyrir stuðninginn í gær.
Aubameyang þakkar stuðningsmönnum Arsenal fyrir stuðninginn í gær. vísir/getty

Þetta var ekki góð helgi fyrir framherja og fyrirliða Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang, en hann var í tapliði um helgina og klessti einnig rándýran bílinn sinn.

Aubameyang var í fyrsta skipti með fyrirliðabandið hjá Arsenal í gær eftir að hafa verið gerður að fyrirliða eftir læti Granit Xhaka í síðasta mánuði.

Hann var með bandið í gær er Arsenal tapaði 2-0 fyrir Leicester og heldur vandræði liðsins áfram. Liðið er í 6. sæti deildarinnar eftir tapið og byrjað að hitna verulega undir Unai Emery.

Þetta voru hins vegar ekki einu slæmu fréttirnar fyrir Aubameyang um helgina. Á föstudaginn klessti hann Lamgborghini-bílinn sinn sem kostar rúmlega 43 milljónir króna.

Ekki er talið að neinn hafi meiðst í árekstrinum en Aubameyang var á leið heim af æfingu á föstudaginn er atvikið átti sér stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.