Enski boltinn

Slæm helgi Auba­mey­ang: Tap gegn Leicester og klessti 43 milljóna króna Lam­borg­hini-bílinn sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang þakkar stuðningsmönnum Arsenal fyrir stuðninginn í gær.
Aubameyang þakkar stuðningsmönnum Arsenal fyrir stuðninginn í gær. vísir/getty
Þetta var ekki góð helgi fyrir framherja og fyrirliða Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang, en hann var í tapliði um helgina og klessti einnig rándýran bílinn sinn.Aubameyang var í fyrsta skipti með fyrirliðabandið hjá Arsenal í gær eftir að hafa verið gerður að fyrirliða eftir læti Granit Xhaka í síðasta mánuði.Hann var með bandið í gær er Arsenal tapaði 2-0 fyrir Leicester og heldur vandræði liðsins áfram. Liðið er í 6. sæti deildarinnar eftir tapið og byrjað að hitna verulega undir Unai Emery.Þetta voru hins vegar ekki einu slæmu fréttirnar fyrir Aubameyang um helgina. Á föstudaginn klessti hann Lamgborghini-bílinn sinn sem kostar rúmlega 43 milljónir króna.Ekki er talið að neinn hafi meiðst í árekstrinum en Aubameyang var á leið heim af æfingu á föstudaginn er atvikið átti sér stað.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.