Enski boltinn

X­haka ekki í leik­manna­hópnum í dag og Emery veit ekki hvort að hann spili aftur fyrir Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xhaka gengur af velli í leiknum gegn Palace.
Xhaka gengur af velli í leiknum gegn Palace. vísir/getty
Granit Xhaka verður ekki í leikmannahópi Arsenal í dag er liðið mætir Leicester í hörkuleik í enska boltanum.

Unai Emery, stjóri Arsenal, staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og sagði hann að Xhaka væri sjálfur ekki tilbúinn í að spila.

Svisslendingurinn hefur ekki verið í leikmannahópi Arsenal síðan hann tók brjálæðiskast er hann var tekinn af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace.

„Hann sagði við mig að hann liði ekki nægilega vel til þess að spila,“ sagði Emery á blaðamannafundi fyrir leikinn.„Sem stjóri ber ég ábyrgð á liðinu og við þurfum leikmenn eins og Granit Xhaka en ég veit ekki hvort að hann muni spila aftur. Hvort að hann sé tilbúinn að berjast fyrir Arsenal merkið.“

„Án hans erum við veikari því okkur vantar einn leikmann,“ sagði Emery en flautað verður til leiks á Emirates-leikvanginum klukkan 17.30.


Tengdar fréttir

Arsenal býður Xhaka upp á fría sálfræðitíma

Það logar allt stafna á milli hjá Arsenal í kjölfar þess að fyrirliði liðsins, Granit Xhaka, brjálaðist er hann var tekinn af velli í leiknum gegn Crystal Palace um síðustu helgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.