Erlent

Stór jarðskjálfti í Suður-Frakklandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frá Lyon í Frakklandi.
Frá Lyon í Frakklandi. Wikimedia Commons/ Patrick GIRAUD

Jarðskjálfti að stærð 5,4 reið yfir á Suður-Frakklandi í morgun. Jarðskjálftinn takmarkaðist við stórt svæði á milli borganna Lyon og Montelimar sem eru í um 150 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri.

Einn slasaðist alvarlega þegar vinnupallar hrundu ofan á hann og aðrir þrír slösuðust lítillega.

„Ég hallaði mér upp að ofninum í bakaríi móður minnar þegar ég fann skjálftann,“ segir Victoria Brielle, íbúi í Privas sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.