Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. nóvember 2019 19:15 Skipting þingsæta á meðal stærstu flokka í neðri deild spænska þingsins. Vísir/Grafík Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. Sósíalistaflokkur Pedros Sanchez, starfandi forsætisráðherra, fékk flest sæti í kosningunum, 120 talsins, en er þó hvergi nærri þeim 176 sætum sem þarf til þess að mynda meirihluta. Vinstriflokkurinn Podemos tapaði sjö sætum en enginn flokkur kemur jafnilla út úr kosningunum og Borgaraflokkurinn sem hrapar úr 57 sætum niður í 10 sæti. Eins manns dauði er annars brauð og stórgræddu bæði Lýðflokkurinn og öfgaíhaldsflokkurinn VOX á tapi Borgaraflokksins. Þar sem hvorki hægri né vinstri blokkin hefur möguleika á meirihluta er ljóst að staðan er enn flókin. Ekki hefur tekist að kveða niður stjórnarkreppudrauginn. Ljóst er að margir Spánverjar eru orðnir þreyttir á þessum linnulausu kosningum. Til þess að mynda meirihluta þarf Sósíalistaflokkurinn væntanlega að treysta á Podemos og svo bæði katalónska og baskneska aðskilnaðarsinna. Það gekk ekki eftir kosningar aprílmánaðar. Nokkur fjöldi katalónskra sjálfstæðissinna mótmælti Spánarstjórn í dag með því að loka landamærunum við Frakkland. Fangelsisdómar yfir leiðtogum hreyfingarinnar eru ekki til þess fallnir að vekja áhuga sjálfstæðissinna á samstarfi við Sósíalistaflokkinn. Spánn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. Sósíalistaflokkur Pedros Sanchez, starfandi forsætisráðherra, fékk flest sæti í kosningunum, 120 talsins, en er þó hvergi nærri þeim 176 sætum sem þarf til þess að mynda meirihluta. Vinstriflokkurinn Podemos tapaði sjö sætum en enginn flokkur kemur jafnilla út úr kosningunum og Borgaraflokkurinn sem hrapar úr 57 sætum niður í 10 sæti. Eins manns dauði er annars brauð og stórgræddu bæði Lýðflokkurinn og öfgaíhaldsflokkurinn VOX á tapi Borgaraflokksins. Þar sem hvorki hægri né vinstri blokkin hefur möguleika á meirihluta er ljóst að staðan er enn flókin. Ekki hefur tekist að kveða niður stjórnarkreppudrauginn. Ljóst er að margir Spánverjar eru orðnir þreyttir á þessum linnulausu kosningum. Til þess að mynda meirihluta þarf Sósíalistaflokkurinn væntanlega að treysta á Podemos og svo bæði katalónska og baskneska aðskilnaðarsinna. Það gekk ekki eftir kosningar aprílmánaðar. Nokkur fjöldi katalónskra sjálfstæðissinna mótmælti Spánarstjórn í dag með því að loka landamærunum við Frakkland. Fangelsisdómar yfir leiðtogum hreyfingarinnar eru ekki til þess fallnir að vekja áhuga sjálfstæðissinna á samstarfi við Sósíalistaflokkinn.
Spánn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira