Úranagnir fundust á leynilegum stað í Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:10 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sýnir mynd af Tehran og bendir á það svæði sem hann telur kjarnorkuvopn vera geymd í leyni á fundi Sameinuðu þjóðanna. getty/John Moore Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran. Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“ Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki. Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn. Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Ísrael Þýskaland Tengdar fréttir Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Alþjóðlega kjarnorkustofnunin (IAEA) fann úraneindir í starfsstöð í Íran sem hafði ekki verið tilkynnt af írönskum yfirvöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í leynilegri skýrslu, sem BBC barst, sagði ekki nákvæmlega hvar starfsstöðin er staðsett en talið er að rannsakendur hafi tekið sýnin í Truquzabad hverfinu í Tehran. Banjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur haldið því fram að þar hafi Íran haft leynilegt „kjarnorkuvöruhús.“ Því hefur áður verið haldið fram að vöruhúsið hafi verið teppahreinsunarverskmiðja og hafi ekki þjónað neinu leynilegu hlutverki. Skýrsla IAEA staðfesti það einnig að Íran hafi hafið auðgun úrans að nýju í Fordo verksmiðjunni, sem staðsett er neðanjarðar, og hafi þar með brotið enn eina skuldbindinguna í kjarnorkusamningi sem skrifað var undir árið 2015 ásamt fleiri stórveldum. Auðgað úran er hægt að nota sem eldsneyti fyrir kjarnakljúfa en það er einnig hægt að nota í kjarnorkuvopn. Þrjú ríki sem eru aðilar að samningnum, Frakkland, Bretland og Þýskaland, sögðust vera „mjög áhyggjufull“ vegna ákvörðunar Íran og vöruðu við því að þetta gerði tilraunir þeirra til að minnka spennu á svæðinu mun erfiðari. Hassan Rouhani, forseti Íran, sagði í síðustu viku að verið væri að bregðast við viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin hafa sett á Íran eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði samningnum upp í fyrra og olli því að íranskur olíuflutningur hefur staðnað.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Ísrael Þýskaland Tengdar fréttir Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36 Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13 Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Íranar afturkalla umboð kjarnorkueftirlitsmanns Bandaríkjastjórn segir meðferð Írana á alþjóðlegum eftirlitsmanni svívirðilega ögrun. 7. nóvember 2019 12:36
Olía í hæstu hæðir sameinist ríki heims ekki gegn Írönum Krónprins Sádí-Arabíu varar við því að olíuverð gæti farið í hæstu hæðir ef heimurinn sameinast ekki gegn Írönum. 30. september 2019 07:13
Segir Bandaríkjastjórn hafa boðið afnám þvingana Forseti Írans staðhæfir að Bandaríkjastjórn hafi boðist til að fella niður refsiaðgerðir ef stjórnvöld í Teheran féllust á viðræður. 27. september 2019 13:12