Evo Morales segir lífi sínu ógnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:59 Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu. getty/Javier Mamani Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins rétt í þessu. Morales sagði af sér á sunnudag vegna mótmæla sem hafa varað vikum saman en ósætti er í landinu vegna niðurstöðu forsetakosninga. Hann lenti á flugvellinum í Mexíkóborg og hélt hann þar stuttan blaðamannafund. Þá sagði hann að hann hafi verið neyddur til að segja af sér en hann hafi þó verið viljugur til þess „til þess að blóðsúthellingar myndu hætta og til að stöðva ofbeldi.“ Leiðtoginn sagði að hann og bólivísk stjórnvöld væru „mjög þakklát“ mexíkóska forsetanum Andres Manuel Lopez Obrador, en Morales hefur sagt hann hafa bjargað lífi sínu. „Á meðan ég er á lífi mun ég halda áfram í stjórnmálum, baráttan heldur áfram. Allir í heiminum hafa rétt til að brjótast undan ójafnrétti og niðurlægingu,“ bætti hann við. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að Morales hafi komist „örugglega“ til landsins og tísti hann mynd af þotunni sem Morales flaug í.Evo llegó sano y salvo a México pic.twitter.com/RVjCnhgUTo — Marcelo Ebrard C. (@m_ebrard) November 12, 2019 Vélinni var neitað að fljúga í gegn um perúska lofthelgi og neyddist hún til að lenda óvænt í Paragvæ til að taka eldsneyti. Þá fékk vélin ekki leyfi til að fara aftur inn í bólivíska lofthelgi og þurfti hún því að fljúga krókaleið yfir nokkur önnur lönd. Morales, sem er fyrrverandi kakóbóndi, var fyrst kosinn forseti árið 2006, og var þar með fyrsti leiðtogi landsins af frumbyggjaættum. Hann varð vinsæll vegna baráttu gegn fátækt og fyrir að bæta efnahagsástand Bólivíu en hann var gagnrýndur fyrir að beygja stjórnarskrárlög sem sögðu til um að forseti gæti ekki setið í meira en þrjú kjörtímabil þegar hann var endurkjörinn í október.Fréttin var uppfærð klukkan 21:25. Bólivía Mexíkó Tengdar fréttir Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins rétt í þessu. Morales sagði af sér á sunnudag vegna mótmæla sem hafa varað vikum saman en ósætti er í landinu vegna niðurstöðu forsetakosninga. Hann lenti á flugvellinum í Mexíkóborg og hélt hann þar stuttan blaðamannafund. Þá sagði hann að hann hafi verið neyddur til að segja af sér en hann hafi þó verið viljugur til þess „til þess að blóðsúthellingar myndu hætta og til að stöðva ofbeldi.“ Leiðtoginn sagði að hann og bólivísk stjórnvöld væru „mjög þakklát“ mexíkóska forsetanum Andres Manuel Lopez Obrador, en Morales hefur sagt hann hafa bjargað lífi sínu. „Á meðan ég er á lífi mun ég halda áfram í stjórnmálum, baráttan heldur áfram. Allir í heiminum hafa rétt til að brjótast undan ójafnrétti og niðurlægingu,“ bætti hann við. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að Morales hafi komist „örugglega“ til landsins og tísti hann mynd af þotunni sem Morales flaug í.Evo llegó sano y salvo a México pic.twitter.com/RVjCnhgUTo — Marcelo Ebrard C. (@m_ebrard) November 12, 2019 Vélinni var neitað að fljúga í gegn um perúska lofthelgi og neyddist hún til að lenda óvænt í Paragvæ til að taka eldsneyti. Þá fékk vélin ekki leyfi til að fara aftur inn í bólivíska lofthelgi og þurfti hún því að fljúga krókaleið yfir nokkur önnur lönd. Morales, sem er fyrrverandi kakóbóndi, var fyrst kosinn forseti árið 2006, og var þar með fyrsti leiðtogi landsins af frumbyggjaættum. Hann varð vinsæll vegna baráttu gegn fátækt og fyrir að bæta efnahagsástand Bólivíu en hann var gagnrýndur fyrir að beygja stjórnarskrárlög sem sögðu til um að forseti gæti ekki setið í meira en þrjú kjörtímabil þegar hann var endurkjörinn í október.Fréttin var uppfærð klukkan 21:25.
Bólivía Mexíkó Tengdar fréttir Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42
Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54