Erlent

Sautján sögð særð eftir eldflaugaskot

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Liðsmenn Islamic Jihad á Gasasvæðinu.
Liðsmenn Islamic Jihad á Gasasvæðinu. Vísir/AP
Ísraelski herinn felldi einn leiðtoga skæruliðasamtakanna Islamic Jihad með loftárás á Gasasvæðið í nótt. Eldflaugum var skotið til baka.Baha Abu al-Ata var einn leiðtoga Islamic Jihad, eða PIJ, en ísraelski herinn sagði samtökin vera að undirbúa eldflaugaskot. Ísraelar eru einnig sagðir hafa gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damaskus, sýrlensku höfuðborginni.„Hann var að leggja á ráðin um fleiri árásir á næstu dögum. Maðurinn var tifandi tímasprengja,“ sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann sagði ríkið ekki hafa áhuga á stigmögnun átaka en myndi þó grípa til varna.PIJ-liðar söfnuðust saman við jarðarför Abu al-Ata og lofuðu hefndum. „Við fullvissum okkar fólk, okkar bardagakappa, um að við eigum ekki annara kosta völ en að fara í átök. Sama hvað þeir segja þá verður ekki komið í veg fyrir að PIJ svari morðinu á Baha Abu-al-Ata og Muaz al-Ajouri,“ sagði leiðtoginn Khalid al-Batish.Örfáum mínútum eftir að andlát Abu al-Ata var staðfest var 150 eldflaugum skotið frá Gasasvæðinu. Heyra mátti sírenur í Tel Aviv og hvítur reykur var á himni. Talið er að ein eldflaugana hafi hæft verksmiðju í ísraelska bænum Sderot. Að minnsta kosti sautján særðust lítillega í eldflaugaárásunum, samkvæmt sjúkrahúsi borgarinnar Ashkelon.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.