Erlent

Danskur nýnasisti handtekinn vegna skemmdarverka á grafreit gyðinga

Kjartan Kjartansson skrifar
Grænni málningu var slett á legsteina gyðinga í Randers.
Grænni málningu var slett á legsteina gyðinga í Randers. AP/Bo Amstrup/Ritzau
Tveir karlmenn voru handteknir í Danmörku í dag, grunaður um stórfelld skemmdarverk á legsteinum í grafreit gyðinga í Randers um helgina. Annar mannanna er sagður á meðal leiðtoga nýnasistahreyfingar sem íslensk öfgasamtök tengjast.

Skemmdir voru unnar á fleiri en áttatíu legsteinum í grafreitnum á laugardag. Sumum steinanna var velt við og málningu slett á aðra, að sögn AP-fréttastofunnar. Mennirnir tveir sem voru handteknir eru 27 og 38 ára gamlir. Klaus Arboe Rasmussen, talsmaður dönsku lögreglunnar, segir að mönnunum hafi gengið til að ráðast á „ákveðnum þjóðfélagshópi vegna trúar hans“.

Danska ríkisútvarpið segir að Jacob Vullum Andersen, eldri maðurinn, sé á meðal helstu leiðtoga nýnasistahópsins Norrænu mótspyrnuhreyfingarinnar. Íslenskir öfgamenn hafa bendlað sig við þau samtök og meðal annars dreift áróðri í Háskóla Íslands.

Andersen eru einnig sagður grunaður um aðild að skemmdarverkum á byggingu sparisjóðs í Randers. Mennirnir tveir eru einnig sagðir ákærðir fyrir hatursglæp en þeir neita báðir sök.

Engu að síður hafa nýnasistasamtökin stært sig af skemmdarverkunum og annarri áreitni gegn gyðingum á vefsíðu sinni um helgina. Andersen sagði sjálfur í viðtali við TV2 á Austur-Jótlandi að skemmdarverkin væru jákvæði þrátt fyrir að hann vildi ekki gangast við þeim sjálfur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.