Erlent

Lýsa yfir neyðarástandi vegna nasista

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Afstaða tekin gegn nasistum í minningargöngu í Dresden fyrr á árinu.
Afstaða tekin gegn nasistum í minningargöngu í Dresden fyrr á árinu. Vísir/getty
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Dresden vegna uppgangs nýnasista. Borgarfulltrúi sem lagði tillöguna fram segir um að ræða alvarlegt vandamál sem ógni lýðræði í Dresden.

Í frétt BBC um málið segir að Dresden hafi lengi verið eitt helsta vígi hægriöfgamanna í Evrópu. Öfgasamtökin Pegida, sem berjast gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu, voru stofnuð í Dresden.

Borgarfulltrúar í Dresden hafa nú samþykkt ályktun þess efnis að aðgerða sé þörf til að takast á við vandann. Max Aschencach, borgarfulltrúi hins vinstrisinnaða grínframaboðs Die Partei, lagði tillöguna fram. Hann segir í samtali við BBC að um sé að ræða alvarlegt vandamál. Uppgangur nýnasista í borginni ógni „opnu, lýðræðislegu samfélagi“.

Flokkur Kristilegra demókrata (CDU) í borgarstjórn Dresden hafnaði tillögunni og sagði að með henni væri gengið of langt. Tillagan var þó að lokum samþykkt með 39 atkvæðum gegn 29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×