Enski boltinn

Koeman segir Depay hafa verið of ungan fyrir Manchester United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Depay hefur gert það gott síðan hann fór frá United
Depay hefur gert það gott síðan hann fór frá United vísir/getty
Hollenski landsliðsþjálfarinn Ronald Keoman segir að Memphis Depay hafi verið of ungur þegar hann fór til Manchester United. Hann sé hins vegar tilbúinn í ensku úrvalsdeildina í dag.

Depay var í tvö ár hjá Manchester United, kom til félagsins árið 2015 en fór til Lyon í janúar 2017. Hann spilaði 33 leiki fyrir Manchester-liðið.

Hann hefur spilað 99 leiki fyrir Lyon síðan hann kom þangað og skorað í þeim 41 mark.

Síðustu daga hefur hann verið orðaður við endurkomu til United og líka Tottenham.

„Hann er topp leikmaður. Hann var kannski aðeins of ungur þegar hann var hjá United,“ sagði Koeman á blaðamannafundi.

„Hann er reyndari núna og búinn að sýna hvað hann getur. Hann gerir mjög vel fyrir landsliðið og ég er mjög glaður með að vera með svona leikmann í liðinu.“

Depay er tæpur á meiðslum fyrir leik Hollands og Norður-Írlands í undankeppni EM 2020 á morgun. Leikurinn er lykilleikur í toppbaráttunni í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×