Íslenski boltinn

Sportpakkinn: „Enginn flótti frá FH“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir Skessan, nýja knatthúsið í Kaplakrika, gjörbreyti allri aðstöðu fyrir félagið. Hann segir jafnframt að enginn flótti sé frá FH þótt nokkrir leikmenn hafi horfið á braut.

„Æfingastaðan gjörbreytist. Við höfum búið við þröngan kost þannig séð. Við höfum verið með Dverginn og Risann sem eru prýðileg æfingahús en ekki í fullri stærð. Nú er Skessan komin, yfirbyggður völlur í fullri stærð, og hún léttir mikið undir, bæði fyrir yngri og eldri iðkendur,“ sagði Ólafur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Nú fer afsökununum fækkandi, nú þarf að geta eitthvað. FH hefur náð frábærum árangri án þess að hafa þetta en með aukinni samkeppni, betri aðstöðu hjá öðrum félögum og auknum fjölda í okkar félagi var nauðsynlegt að fá þetta. Nú þurfum við að spýta í lófana og nýta húsið. Það er ekki nóg að byggja hús og gera svo ekkert í því.“

Ólafur gefur lítið fyrir sögusagnir þess efnis að leikmenn vilji komast frá FH.

„Það þarf að fylla þætti og koma með sögur og það eru ágætis menn í því hlutverki. Þegar tíminn verður meiri þarftu að segja meira og finna eitthvað spennandi. Það er yfirleitt talað í efsta stigi,“ sagði Ólafur.

„Það er enginn flótti héðan. Auðvitað hafa einhverjir farið eins og í öðrum liðum. Ég hef ekki orðið var við þennan flótta.“

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.