Enski boltinn

Pogba nýtur lífsins í Miami í landsleikjahléinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pogba helsáttur í Miami
Pogba helsáttur í Miami vísir/getty
Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba tók ekki þátt í að tryggja heimsmeisturunum inn í lokakeppni EM 2020 í landsleikjatörninni sem nú stendur yfir þar sem hann glímir við meiðsli líkt og undanfarnar vikur.

Þess í stað nýtti Pogba, sem er einnig leikmaður Manchester United, sér landsleikjahléið til að skella sér í hitann í Miami. 

Hann var á meðal áhorfenda þegar Miami Heat lagði New Orleans Pelicans í NBA körfuboltanum í nótt og eins og sjá má neðst í fréttinni var honum vel tekið af þessum þreföldu NBA meisturum í American Airlines höllinni í Miami.

Pogba hefur verið þjakaður af meiðslum á yfirstandandi leiktíð og hefur til að mynda aðeins leikið 5 leiki fyrir Man Utd í ensku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.