Fótbolti

Sjáðu moldóvska stúlknakórinn flytja Lofsönginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Tyrkir bauluðu á meðan Lofsöngur, þjóðsöngur Íslendinga, var spilaður fyrir leik liðanna á fimmtudaginn.

Moldóvar voru öllu gestrisnari í gær en moldóvskur stúlknakór flutti Lofsönginn fyrir leik.

Stúlkurnar í kórnum, sem voru um 30 talsins, voru klæddar í hvíta kufla og sungu Lofsönginn með glæsibrag.

Flutning þeirra á Lofsöngnum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Ísland vann leikinn í Kísínev í gær með tveimur mörkum gegn einu.

Birkir Bjarnason kom Íslandi yfir, Nicolae Milinceanu jafnaði en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði svo sigurmark Íslendinga. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í leiknum.

Þetta var síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2020. Liðið fékk 19 stig og endaði í 3. sæti H-riðils.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.