Fótbolti

Sjáðu moldóvska stúlknakórinn flytja Lofsönginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyrkir bauluðu á meðan Lofsöngur, þjóðsöngur Íslendinga, var spilaður fyrir leik liðanna á fimmtudaginn.

Moldóvar voru öllu gestrisnari í gær en moldóvskur stúlknakór flutti Lofsönginn fyrir leik.

Stúlkurnar í kórnum, sem voru um 30 talsins, voru klæddar í hvíta kufla og sungu Lofsönginn með glæsibrag.

Flutning þeirra á Lofsöngnum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Ísland vann leikinn í Kísínev í gær með tveimur mörkum gegn einu.

Birkir Bjarnason kom Íslandi yfir, Nicolae Milinceanu jafnaði en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði svo sigurmark Íslendinga. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í leiknum.

Þetta var síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2020. Liðið fékk 19 stig og endaði í 3. sæti H-riðils.


Tengdar fréttir

Arnór Sig: Við sýndum gæði

Arnór Sigurðsson lék allan leikinn í sigri Íslands á Moldóvu í undankeppni EM í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.