Fótbolti

Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Sigurður Már

Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson neyddist til að yfirgefa völlinn í Moldóvu í kvöld vegna meiðsla en þar er nú í gangi síðasti leikur Íslands í riðlakeppni undankeppni EM 2020.

Kolbeinn hélt um ökklann þegar hann var studdur af velli en hann afþakkaði börur.

Það á ekki af sóknarmönnum strákanna okkar að ganga því hinn stjörnuframherji landsliðsins, Alfreð Finnbogason, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Tyrkjum á dögunum.

Viðar Örn Kjartansson kom inn í stað Kolbeins en Ísland leiðir með einu marki gegn engu þegar þessi frétt er skrifuð.

Leiknum er lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Þá greinum við nánar frá stöðunni á Kolbeini í leikslok.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.