Fótbolti

Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Moldóvu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Ísland vann 1-2 útisigur á Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í gær.

Íslendingar höfnuðu í 3. sæti H-riðils með 19 stig og fara í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Ísland þarf að vinna tvo leiki í umspilinu til að komast á EM.

Birkir Bjarnason kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir frábæra sókn og sendingu Mikaels Neville Anderson sem var í byrjunarliðinu í keppnisleik í fyrsta sinn í gær. Birkir átti einnig skot í slá og stöng í fyrri hálfleik.

Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu. Ellefu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands eftir aðra flotta sókn.

Gylfi fékk gullið tækifæri til að skora sitt annað mark í leiknum og sitt 22. landsliðsmark á 82. mínútu. Alexei Koselev varði hins vegar vítaspyrnu hans.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.