Fótbolti

Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Moldóvu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland vann 1-2 útisigur á Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í gær.

Íslendingar höfnuðu í 3. sæti H-riðils með 19 stig og fara í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Ísland þarf að vinna tvo leiki í umspilinu til að komast á EM.

Birkir Bjarnason kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir frábæra sókn og sendingu Mikaels Neville Anderson sem var í byrjunarliðinu í keppnisleik í fyrsta sinn í gær. Birkir átti einnig skot í slá og stöng í fyrri hálfleik.

Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu. Ellefu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands eftir aðra flotta sókn.

Gylfi fékk gullið tækifæri til að skora sitt annað mark í leiknum og sitt 22. landsliðsmark á 82. mínútu. Alexei Koselev varði hins vegar vítaspyrnu hans.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.