Enski boltinn

„Hazard er latasti leikmaður sem ég hef spilað með“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hazard gekk í raðir Real Madrid í sumar.
Hazard gekk í raðir Real Madrid í sumar. vísir/getty

John Obi Mikel segir að Eden Hazard sé latasti liðsfélagi sem hann hefur haft á ferlinum.

Mikel og Hazard léku saman hjá Chelsea á árunum 2012-17. Hazard fór til Real Madrid í sumar þar sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki í góðu formi.

„Latasti leikmaður sem ég hef spilað með er Eden Hazard. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur, kannski ekki eins góður og Lionel Messi, en getur gert allt sem hann vill með boltann á löppunum,“ sagði Mikel.

„Honum fannst ekki gaman að æfa. Þegar við vorum að æfa stóð hann til hliðar og beið hann bara eftir því að æfingin kláraðist. En um helgar var hann alltaf maður leiksins.“

Mikel leikur í dag með Trabzonspor í Tyrklandi. Hann lék í ellefu ár með Chelsea og vann allt sem hægt er að vinna með liðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.