Hazard-bræðurnir sáu um Rússa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thorgan og Eden Hazard skoruðu þrjá af fjórum mörkum Belga gegn Rússum.
Thorgan og Eden Hazard skoruðu þrjá af fjórum mörkum Belga gegn Rússum. vísir/getty
Belgía er enn fullt hús stiga í I-riðli undankeppni EM 2020 eftir 1-4 útisigur á Rússlandi í dag. Belgar hafa unnið alla níu leiki sína í riðlinum með markatölunni 34-2.Eden Hazard var maður leiksins. Hann lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir bróður sinn, Thorgan, og skoraði síðan annað og þriðja mark Belga. Romelu Lukaku skoraði það fjórða og síðasta. Georgiy Dzhikiya lagaði stöðuna fyrir Rússa.Í sama riðli vann Kasakstan 1-3 sigur á San Marinó á útivelli.Wales á enn möguleika á að komast upp úr E-riðli. Strákarnir hans Ryans Giggs gerðu góða ferð til Aserbaídsjan og unnu 0-2 sigur.Kieffer Moore og Harry Wilson skoruðu mörk Walesverja sem mæta Ungverjum í hreinum úrslitaleik um 2. sætið í E-riðli á þriðjudaginn.Í G-riðli vann Slóvenía 1-0 sigur á Lettlandi. Eina mark leiksins var sjálfsmark Igors Tarasovs. Slóvenar eiga enn möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.