Erlent

Lokað fyrir netið í Íran

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Írani lítur hér á símann sinn, meðan hann komst ennþá á netið.
Írani lítur hér á símann sinn, meðan hann komst ennþá á netið. Getty/Kaveh Kazemi
Mikil mótmæli hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag þegar verð á olíu var hækkað um allt að 300 prósent. Stjórnvöld brugðust við með því að loka fyrir aðgang almennings að internetinu og hefur lokunin staðið frá því á laugardagskvöld.Þegar hækkanirnar voru kynntar kom fram að ekki væri um tekjuöflunaraðgerð að ræða fyrir stjórnvöld heldur væri verið að gera breytingar á opinberum niðurgreiðslum. Ekkert lá þó fyrir þá um hvernig bæta ætti almenningi upp olíuverðshækkanirnar.Í gærkvöld bárust svo fréttir af því að beinar peningagreiðslur stjórnvalda til almennings hefðu hafist. Eiga þessar greiðslur að ná til um 60 milljóna af 80 milljónum íbúa landsins.Mest hafa mótmælin verið í borgunum Shiraz og Ahvaz en The Guardian greinir frá því að um þúsund manns hafi verið handtekin. Myndbönd sem smyglað var úr landi sýna banka og opinberar byggingar brenna.Íranskir embættismenn hafa látið að því liggja að Vesturlönd hafi áhrif á mótmælin og var sérstaklega vísað til rangra frétta BBC.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.