Erlent

Neyðar­á­standi lýst yfir vegna gróður­eldanna í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Nú þegar hafa þrír látið lífið í eldunum.
Nú þegar hafa þrír látið lífið í eldunum. epa

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra gróðurelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu.

Nú þegar hafa þrír látið lífið í eldunum sem brenna að mestu í norðausturhluta ríkisins og hafa einnig eyðilagt 150 heimili og brennt tæplega eina milljón hektara frá því á föstudag.

Rúmlega hundrað hafa þurft að leita á spítala og þar af eru tuttugu slökkviliðsmenn að því er segir í umfjöllun AP fréttastofunnar.

Eldar brenna einnig í næsta ríki, Queensland og þar eyðilögðust níu heimili í morgun auk þess sem loftgæði eru afar slæm í stórborginni Brisbane.

Veðurspáin gerir ráð fyrir enn verri aðstæðum á morgun, en miklir þurrkar og sterkir vindar hafa gert illt verra í landinu og torveldað alls slökkvistarf.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.