Erlent

Neyðar­á­standi lýst yfir vegna gróður­eldanna í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Nú þegar hafa þrír látið lífið í eldunum.
Nú þegar hafa þrír látið lífið í eldunum. epa
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra gróðurelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu.

Nú þegar hafa þrír látið lífið í eldunum sem brenna að mestu í norðausturhluta ríkisins og hafa einnig eyðilagt 150 heimili og brennt tæplega eina milljón hektara frá því á föstudag.

Rúmlega hundrað hafa þurft að leita á spítala og þar af eru tuttugu slökkviliðsmenn að því er segir í umfjöllun AP fréttastofunnar.

Eldar brenna einnig í næsta ríki, Queensland og þar eyðilögðust níu heimili í morgun auk þess sem loftgæði eru afar slæm í stórborginni Brisbane.

Veðurspáin gerir ráð fyrir enn verri aðstæðum á morgun, en miklir þurrkar og sterkir vindar hafa gert illt verra í landinu og torveldað alls slökkvistarf.


Tengdar fréttir

Gróður­eldar herja á íbúa í Ástralíu

Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.