Sigurganga Leicester heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leicester-menn eru á fljúgandi siglingu.
Leicester-menn eru á fljúgandi siglingu. vísir/getty
Leicester City vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið sótti Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-2, Leicester í vil.Með sigrinum endurheimti Leicester 3. sæti deildarinnar. Liðið er með 23 stig eftir ellefu umferðir.Staðan var markalaus í hálfleik en á 57. mínútu kom Çaglar Söyüncü Refunum yfir. Hann skallaði þá hornspyrnu James Maddison í netið.Tveimur mínútum fyrir leikslok gulltryggði Jamie Vardy sigur Leicester þegar hann rak smiðshöggið á frábæra sókn gestanna. Vardy er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með tíu mörk.Leicester hefði getað bætt þriðja markinu við í uppbótartíma en Ben Chilwell skaut í stöng.Palace, sem er án sigurs í síðustu þremur leikjum, er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.