Erlent

Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Madrid gæti orðið fundarstaður loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Madrid gæti orðið fundarstaður loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Getty

Ríkisstjórn Spánar hefur boðist til að halda COP25-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madrid og verður boðið tekið til umfjöllunar í næstu viku. Til stóð að halda ráðstefnuna í Santiago í Síle en þarlend stjórnvöld sögðust í gær þurfa að hætta við vegna fjöldamótmæla sem hafa geisað í borginni undanfarnar vikur.

Ráðstefnan átti að hefjast 3. desember og standa yfir í tvær vikur. Allt að 25.000 samningamenn, embættismenn, fulltrúar fyrirtækja og félagasamtaka frá tæplega 200 löndum voru væntanlegir til Síle vegna fundarins.

Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að hann hefði boðið Madrid fram sem fundarstað. Stjórnvöld í Síle ætli að mæla með því við Sameinuðu þjóðirnar. Verði sú tillaga samþykkt færu Sílemenn líklega áfram með formennsku á ráðstefnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.