Borgin ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 20:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira