Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 14:03 Ásmundur Helgason, einn eigenda Gráa kattarins. Vísir/Baldur Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandinn segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. Ásmundur Helgason er einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins við Hverfisgötu. Hann mætti í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun til að ræða þessar framkvæmdir við Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar. Ásmundur sagði alla græða á þessum framkvæmdum nema rekstraraðila við götuna. Borgin fái fína götu, verktakinn og undirverktakinn fái greitt en eftir standa veitinga- og verslunareigendur með tapið. „Það sem hefur gerst undanfarna sex til sjö mánuði er búið að kosta mig allt upp í 40 prósent minni veltu á milli mánaða ef ég ber september saman við september í fyrra, október saman við október í fyrra. Það er 40 prósent minni velta hjá mér, og það skýrist að sjálfsögðu af því að það komst enginn að staðnum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur hefur margoft gagnrýnt tilkynningar borgarinnar til rekstraraðila um fyrirhugaða framkvæmdir. Bréf borgarinnar um framkvæmdirnar barst daginn eftir að framkvæmdir hófust í maí. Ásmundur segir engar líkur á breytingum. Borgin samþykkir fjárhagsáætlun í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumar verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðmót mars/apríl. „Til þess að færast frá þessu þá verðið þið að samþykkja fjárhagsáætlun bara um mitt ár, ég skil ekki þetta vinnulag,“ sagði Ásmundur. Hann ætlar að setja fram milljóna bótakröfu á borgina. „Ég ætla bara að gera bótakröfu, það kemur bara bréf til borgarinnar eftir svona viku, hálfan mánuð, þar sem ég fer fram á tíu milljónir, eða einhverja x tölu í bætur.“ Pawel sagðist hafa mikla samúð með þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tjóni. Hann viðurkenndi að ferlar borgarinnar væru ekki nægjanlega góðir þegar kæmi að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Vonir standi til að bæta þetta, sér í lagi vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á neðri hluta Laugavegar og á Hlemmi. Viðtalið við Ásmund og Pawel hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00 Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandinn segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. Ásmundur Helgason er einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins við Hverfisgötu. Hann mætti í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun til að ræða þessar framkvæmdir við Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar. Ásmundur sagði alla græða á þessum framkvæmdum nema rekstraraðila við götuna. Borgin fái fína götu, verktakinn og undirverktakinn fái greitt en eftir standa veitinga- og verslunareigendur með tapið. „Það sem hefur gerst undanfarna sex til sjö mánuði er búið að kosta mig allt upp í 40 prósent minni veltu á milli mánaða ef ég ber september saman við september í fyrra, október saman við október í fyrra. Það er 40 prósent minni velta hjá mér, og það skýrist að sjálfsögðu af því að það komst enginn að staðnum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur hefur margoft gagnrýnt tilkynningar borgarinnar til rekstraraðila um fyrirhugaða framkvæmdir. Bréf borgarinnar um framkvæmdirnar barst daginn eftir að framkvæmdir hófust í maí. Ásmundur segir engar líkur á breytingum. Borgin samþykkir fjárhagsáætlun í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumar verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðmót mars/apríl. „Til þess að færast frá þessu þá verðið þið að samþykkja fjárhagsáætlun bara um mitt ár, ég skil ekki þetta vinnulag,“ sagði Ásmundur. Hann ætlar að setja fram milljóna bótakröfu á borgina. „Ég ætla bara að gera bótakröfu, það kemur bara bréf til borgarinnar eftir svona viku, hálfan mánuð, þar sem ég fer fram á tíu milljónir, eða einhverja x tölu í bætur.“ Pawel sagðist hafa mikla samúð með þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tjóni. Hann viðurkenndi að ferlar borgarinnar væru ekki nægjanlega góðir þegar kæmi að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Vonir standi til að bæta þetta, sér í lagi vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á neðri hluta Laugavegar og á Hlemmi. Viðtalið við Ásmund og Pawel hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00 Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00
Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18