Enski boltinn

Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sala var minnst á heimaleik Cardiff City í febrúar.
Sala var minnst á heimaleik Cardiff City í febrúar. Vísir/getty
Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann.Cardiff keypti Argentínumanninn Emiliano Sala frá Nantes 19. janúar 2019 en hann lék aldrei með velska félaginu því hann fórst í flugslysi á Ermarsundi á leið frá Frakklandi til Wales 21. janúar.Síðan þá hafa félögin deilt um hvort Cardiff eigi að borga pening fyrir leikmann sem spilaði aldrei fyrir félagið. FIFA hefur nú kveðið upp endanlegan dóm sinn í málinu og hann er með franska félaginu.David Conn, blaðamaður á Guardian, segir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hann segir að þar komi fram að Cardiff þurfti að greiða allan peninginn sem var samið um fyrir Emiliano Sala eða eiga það á hættu að vera dæmt í þriggja glugga bann. Cardiff fær líka aðeins einn og hálfan mánuð til að gera upp.Cardiff City samdi um að borga fimmtán milljónir punda fyrir Sala sem gerði hann að dýrasta leikmanninum í sögu velska félagsins. Sala var 28 ára gamall þegar hann lést en hann hafði spilað í franska boltanum síðan hann var tvítugur.Þriggja glugga bann þýddi það að Cardiff mætti ekki kaupa nýjan leikmann fyrr en sumarið 2021. Næstu þrír gluggar eru janúar 2020, sumarið 2020 og janúar 2021.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.