Klóna hunda og ketti í hundraðatali í Texas Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. nóvember 2019 08:30 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51