Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 17:51 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán „Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
„Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira