Íslenski boltinn

Heimir Guðjónsson í viðtali hjá Gaupa í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Guðjónsson er mættur á ný í íslenska fótboltann.
Heimir Guðjónsson er mættur á ný í íslenska fótboltann. Skjámynd/S2 Sport

Heimir Guðjónsson, nýr þjálfari Vals í Pepsi Max deild karla í fótbolta, er mættur til starfa á Hlíðarenda þar sem krafan er einföld. Titlar og aftur titlar. Fjallað verður um heimkomu Heimis í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld en ítarleg útgáfa verður í framhaldinu aðgengileg á Vísi.

Guðjón Guðmundsson hitti Heimi í dag og fór yfir komandi tímabil sem verður það fyrsta hjá Heimi með Valsliðið og það fyrsta á Íslandi síðan að hann þjálfaði FH sumarið 2017.

Heimir ræðir komandi tímabil með Valsliðið sem olli svo miklum vonbrigðum í sumar og þá fer hann einnig yfir ástæðurnar fyrir því að hann er kominn aftur í Pepsi Max deildina.

Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á árunum 2008 til 2016 og liðið endaði aðeins einu sinni neðar en í öðru sæti og það var lokaárið þegar FH varð í 3. sætinu.

Heimir hefur þjálfað HB í Þórshöfn í Færeyjum undanfarin tvö sumur en snýr nú aftur í íslenska boltann og tekur við Valsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Heimir tók einmitt einnig við FH liðinu af Ólafi á sínum tíma.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af því þegar Guðjón Guðmundsson hitti Heimi og aðstoðarmenn hans á Hlíðarenda í dag.


Klippa: Gaupi hitti Heimi Guðjónsson á HlíðarendaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.