Erlent

Þarf að greiða tvær milljónir vegna góðgerðasamtaka

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðal annars er Trump sakaður um að hafa greitt eigin sektir með sjóðum samtakanna og að hafa notað fjármagn í kosningabaráttu sína.
Meðal annars er Trump sakaður um að hafa greitt eigin sektir með sjóðum samtakanna og að hafa notað fjármagn í kosningabaráttu sína. AP/Evan Vucci
Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið gert að greiða tvær milljónir dala vegna lögsóknar varðandi Trump Foundation, góðgerðasamtök fjölskyldu forsetans. New York ríki höfðaði mál gegn forsetanum og þremur lestu börnum hans ólöglegs athæfis í tengslum við góðgerðasamtökin. Þau eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni samtakanna eins og eigin sparibauk.

Meðal annars er Trump sakaður um að hafa greitt eigin sektir með sjóðum samtakanna og að hafa notað fjármagn í kosningabaráttu sína.

Sjá einnig: Trump lokar góðgerðasamtökum í skugga ásakana um lögbrot

Um samkomulag er að ræða sem binda mun enda á lögsóknina. Saksóknarar höfðu farið fram á 2,8 milljónir dala en dómari ákvað að þær yrðu tvær. Þeim tveimur milljónum, auk 1,7 milljóna sem eru í sjóðum samtakanna, verður dreift á önnur góðgerðasamtök.

Dómarinn sagði, samkvæmt frétt New York Times, að Trump hefði brotið gegn skyldum sínum gagnvart góðgerðasamtökunum í þágu pólitísks ferlis síns. Þá bannaði dómarinn Trump ekki að stofna ný góðgerðasamtök, eins og saksóknarar höfðu farið fram á, en þess í stað setti dómarinn nokkur skilyrði ef forsetinn ætlaði sér einhvern daginn að stofna ný samtök.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×