Innlent

Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra.
Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm
Stjórn SÍBS óskar eftir því að heilbrigðisráðherra hlutist til um að sérstök starfsstjórn verði sett á laggirnar til að fara með málefni Reykjalundar á meðan unnið verði að því að aðgreina rekstur endurhæfingar á Reykjalundi frá annarri starfsemi og eignum SÍBS og á meðan unnið er að því að skipa varanlega stjórn yfir reksturinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn SÍBS.

Þar segir að hagsmunir sjúklinga og faglegt starfsumhverfi Reykjalundar sem miðstöðvar þverfaglegrar endurhæfingar á Íslandi séu stjórninni ávallt efst í huga.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.