Á Reykjalundi er eflandi umhverfi, þar sem gott er að vinna Jónína Sigurgeirsdóttir skrifar 17. október 2019 15:00 Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi. Þar sem ég byrjaði sem almennur hjúkrunarfræðingur, aflaði mér síðan sérfræðimenntunar og starfa nú sem gæðastjóri. Mér finnst, eins og áreiðanlega flestum, sárt að horfa á fréttirnar sem birst hafa um vinnustaðinn minn síðustu daga. Án þess að ég vilji gera lítið úr upplifun þeirra sem hafa tjáð sig mest og vísað hefur verið til í fjölmiðlum sem talsmanna starfsfólks Reykjalundar, þá langar mig að lýsa örlítið annarri sýn á málið. Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum. Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda. Með vinsemd,Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga á Reykjalundi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi. Þar sem ég byrjaði sem almennur hjúkrunarfræðingur, aflaði mér síðan sérfræðimenntunar og starfa nú sem gæðastjóri. Mér finnst, eins og áreiðanlega flestum, sárt að horfa á fréttirnar sem birst hafa um vinnustaðinn minn síðustu daga. Án þess að ég vilji gera lítið úr upplifun þeirra sem hafa tjáð sig mest og vísað hefur verið til í fjölmiðlum sem talsmanna starfsfólks Reykjalundar, þá langar mig að lýsa örlítið annarri sýn á málið. Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum. Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda. Með vinsemd,Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun