Enski boltinn

Viggó öflugur í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viggó hefur tekið miklum framförum frá því hann spilaði í Austurríki
Viggó hefur tekið miklum framförum frá því hann spilaði í Austurríki vísir/getty

Einn Íslendingur kom við sögu í leik kvöldsins í þýsku Bundesligunni í handbolta þar sem Leipzig var í heimsókn hjá Melsungen.

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum fyrir Leipzig og hjálpaði liði sínu að innbyrða þriggja marka sigur, 31-34.

Lucas Krzikalla fór mikinn í liði Leipzig; skoraði 8 mörk úr tíu skotum og var markahæsti maður vallarins en Kai Hafner var markahæstur heimamanna með 7 mörk.

Viggó og félagar í 8.sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.