Enski boltinn

Mohamed Salah snýr aftur en tveir lykilmenn Liverpool-varnarinnar verða ekki með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var létt yfir Mohamed Salah á æfingunni í gær.
Það var létt yfir Mohamed Salah á æfingunni í gær. Getty/Andrew Powell

Mohamed Salah verður í leikmannahópi Liverpool í Meistaradeildinni á morgun en Liverpool liðið missir tvo varnarmenn frá því í leiknum á móti Manchester United um helgina.

Mohamed Salah missti af Manchester United leiknum um helgina og margir skrifa bitleysi Liverpool sóknarinnar á fjarveru hans.

Varnarmennirnir sem missa af Genk leiknum eru þeir Trent Alexander-Arnold og Joel Matip. Alexander-Arnold er veikur og Joel Matip er meiddur á hné.Líklegt er að Joe Gomez og Dejan Lovren komi inn í vörnina en Jürgen Klopp gæti líka notað James Milner í hægri bakverðinum.

Liverpool tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á móti Napoli og má ekki við því að misstíga sig á móti Belgunum.

Gengi liðsins á útivelli í riðlakeppninni er samt áhyggjuefni en Liverpool hefur tapað fjórum útileikjum í röð í þessum hluta Meistaradeildarinnar, tveimur á móti Napoli og svo leikjum á móti Rauðu Stjörnunni og Paris Saint-Germain.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.