Erlent

Mótmælt í Írak á ný

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Táragasi var skotið að mótmælendum í Bagdad í dag.
Táragasi var skotið að mótmælendum í Bagdad í dag. AP/Khalid Mohammed

Mótmælendur komu aftur saman á götum Bagdad í dag eftir þriggja vikna hlé. Lögregla mætti mótmælendum með byssum og táragasi. Óánægja er með atvinnuleysi í landinu, misskiptingu auðs, spillingu og ýmsa aðra þætti.

Hálft annað hundrað mótmælenda fórst fyrr í mánuðinum og enn fleiri særðust þegar lögregla skaut á mótmælendur. Yfirvöld brugðust við ofbeldinu með því að setja á útgöngubann og skera á nettengingu borgara til þess að hindra skipulagningu mótmæla. Ríkisstjórn Íraks sagði í kjölfarið að óhóflegu afli hafi verið beitt.

En nú hafa mótmælendur komið aftur saman. Tveir eru sagðir hafa farist í mótmælunum í dag eftir að hafa fengið táragashylki í höfuðið. Það hafa yfirvöld ekki staðfest.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.