Erlent

Mótmælt í Írak á ný

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Táragasi var skotið að mótmælendum í Bagdad í dag.
Táragasi var skotið að mótmælendum í Bagdad í dag. AP/Khalid Mohammed
Mótmælendur komu aftur saman á götum Bagdad í dag eftir þriggja vikna hlé. Lögregla mætti mótmælendum með byssum og táragasi. Óánægja er með atvinnuleysi í landinu, misskiptingu auðs, spillingu og ýmsa aðra þætti.

Hálft annað hundrað mótmælenda fórst fyrr í mánuðinum og enn fleiri særðust þegar lögregla skaut á mótmælendur. Yfirvöld brugðust við ofbeldinu með því að setja á útgöngubann og skera á nettengingu borgara til þess að hindra skipulagningu mótmæla. Ríkisstjórn Íraks sagði í kjölfarið að óhóflegu afli hafi verið beitt.

En nú hafa mótmælendur komið aftur saman. Tveir eru sagðir hafa farist í mótmælunum í dag eftir að hafa fengið táragashylki í höfuðið. Það hafa yfirvöld ekki staðfest.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.