Ásökun um kynferðissamband við starfsmann leiðir til afsagnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 10:17 Þingkonan Katie Hill. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira