Ásökun um kynferðissamband við starfsmann leiðir til afsagnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2019 10:17 Þingkonan Katie Hill. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríska þingkonan Katie Hill ætlar að segja af sér eftir ásakanir um hún hafi átt í sambandi við starfsmann sinn á þinginu og vegna mynda af henni og starfsmanni framboðs hennar, sem hún sakar eiginmann sinn og aðra um að hafa dreift. Hún segir myndirnar og einkaskilaboð hennar hafa verið vopnvædd af eiginmanninum, sem hún er að skilja við, og málafylgjumönnum Repúblikanaflokksins. Hill er á þingi fyrir Demókrataflokkinn. Siðferðisnefnd þingsins rannsakar nú ásakanir gegn Hill varðandi meint samband hennar og starfsmanns hennar á þinginu. Hún segir fregnir af því sambandi ekki réttar en í síðustu viku viðurkenndi hún og baðst afsökunar fyrir að hafa átt í sambandi við konu sem starfaði við framboð hannar. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn ekki vera í sambandi við starfsmenn sína. Það eru engar reglur um starfsmenn framboða en samband Hill og starfsmanns hennar þykir þrátt fyrir það óviðeigandi. Myndir, og þar á meðal nektarmyndir, af Hill og konunni hafa verið birtar í hægri miðli í Bandaríkjunum og bresku götublaði, auk skjáskota af einkaskilaboðum Hill. Í yfirlýsingu sem Hill birti í gærkvöldi sagðist hún miður sín yfir afsögninni. Þetta væri það erfiðasta sem hún hefði gert en hún taldi það rétta ákvörðun fyrir íbúa kjördæmis hennar, samfélagið hennar og landið. Hún sagðist vilja skýla stuðningsmönnum sínum frá sársaukanum sem eiginmaður hennar hafi valdið og heiftinni frá hatursfullum málafylgjumönnum sem hafi veitt eiginmanni hennar vettvang til að dreifa óhróðri um hana sem byggi á stafrænu kynferðisofbeldi. Hill hefur beðið lögregluna um að rannsaka birtingu myndanna.It is with a broken heart that today I announce my resignation from Congress. This is the hardest thing I have ever had to do, but I believe it is the best thing for my constituents, my community, and our country. See my official statement below. pic.twitter.com/nG97RQIwvO — Rep. Katie Hill (@RepKatieHill) October 27, 2019 Hill fékk níu prósentustigum fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hennar Stephen Knight. Sá hafði setið á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn í tvö kjörtímabil. Hill var fyrsti þingmaður Demókrataflokksins til að ná kjöri í kjördæmi hennar frá 1990. Hún hefur ekki sagt hvenær hún muni stíga úr embætti. Þó hún sé ný á þingi þykir Hill efnileg og samkvæmt frétt Politico hafði Nancy Pelosi, þingflokksformaður í fulltrúadeildinni, sett hana í mikilvæg embætti.Pelosi sagði í yfirlýsingu að Hill hefði viðurkennt dómgreindarleysi sem hafi gert þingsetu hennar ómögulegt til lengdar. „Við verðum að tryggja heillindi og virðingu þingsins og allra vinnustaða,“ sagði Pelosi.AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir dómsskjöl vegna skilnaðar Hill og Kenneth Heslep, eiginmanns hennar. Þar segist Hill hafa leitað á aðrar slóðir vegna slæms sambands þeirra og segir hún það miður að skilnaðurinn hafi verið dregin fram í almenna umræðu.Heslep segir þau hjón hafa gert samkomulag um að hann myndi sinna heimilinu á meðan hún sæti á þingi og að hún hafi í kjölfarið hafnað honum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira