Erlent

Segir Banda­ríkja­stjórn ekki hafa verið sam­þykka inn­rásinni

Atli Ísleifsson skrifar
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Getty
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrðir nú að Bandaríkjamenn hafi ekki gefið Tyrkjum grænt ljós á að ráðast inn í norðurhluta Sýrlands, en innrás hersins hófst í gær.

Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu, en það gerði Tyrkjum kleift að sækja fram og ráðast að Kúrdum sem þeir skilgreina sem hryðjuverkamenn.

Kúrdar hafa þó verið á meðal nánustu bandamanna Bandaríkjanna í Sýrlandi og hingað til hefur vera bandarískra hermanna á svæðinu komið í veg fyrir að Tyrkir hættu sér yfir landamærin.

Ákvörðun Trumps hefur því verið harðlega gagnrýnd, bæði heima fyrir og í öðrum löndum.

Í viðtali við PBS-stöðina í Bandaríkjunum sagði utanríkisráðherrann að Tyrkjum hafi stafað hætta frá Kúrdum í langan tíma og að þar væri hryðjuverkaógn. Hann þvertók þó fyrir að Bandaríkjamenn hefðu heimilað innrásina.


Tengdar fréttir

Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu

Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.