Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2019 13:25 Tyrkneski herinn hefur síðustu daga safnað liðsafla við sýrlensku landamærin. Getty Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. Hafa sést myndir af loftárásum á borgina Ras al-ayn nærri landamærunum og fréttir borist af því að skotmörkin séu meðal annars herstöðvar Kúrda og vopnageymslur. Erdogan staðfesti á Twitter-síðu sinni að aðgerðir væru hafnar. Segir hann aðgerðirnar, sem kallast Vor friðar, beinast gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS í norðurhluta Sýrlands. Markmiðið sé að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands og koma á friði á svæðinu.The Turkish Armed Forces, together with the Syrian National Army, just launched #OperationPeaceSpring against PKK/YPG and Daesh terrorists in northern Syria. Our mission is to prevent the creation of a terror corridor across our southern border, and to bring peace to the area. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) October 9, 2019Sveitir Bandaríkjahers hörfa Innrás Tyrkja kemur í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að kalla hersveitir Bandaríkjanna til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir og hvatt fólk til að grípa til vopna. Tyrkir segjast vilja skapa „öruggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir ráðast nú inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu með stuðningi Bandaríkjahers, en SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið.Picture from Syria’s Ras al-ayn following Turkish airstrikes, broadcasted on Turkish TV pic.twitter.com/GjBY989C7D — Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 9, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. Hafa sést myndir af loftárásum á borgina Ras al-ayn nærri landamærunum og fréttir borist af því að skotmörkin séu meðal annars herstöðvar Kúrda og vopnageymslur. Erdogan staðfesti á Twitter-síðu sinni að aðgerðir væru hafnar. Segir hann aðgerðirnar, sem kallast Vor friðar, beinast gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS í norðurhluta Sýrlands. Markmiðið sé að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands og koma á friði á svæðinu.The Turkish Armed Forces, together with the Syrian National Army, just launched #OperationPeaceSpring against PKK/YPG and Daesh terrorists in northern Syria. Our mission is to prevent the creation of a terror corridor across our southern border, and to bring peace to the area. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) October 9, 2019Sveitir Bandaríkjahers hörfa Innrás Tyrkja kemur í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að kalla hersveitir Bandaríkjanna til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir og hvatt fólk til að grípa til vopna. Tyrkir segjast vilja skapa „öruggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir ráðast nú inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu með stuðningi Bandaríkjahers, en SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið.Picture from Syria’s Ras al-ayn following Turkish airstrikes, broadcasted on Turkish TV pic.twitter.com/GjBY989C7D — Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 9, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Sjá meira
Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð