Sýrland

Fréttamynd

Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir barna aldrei þekkt annað en stríðsástand

Í Sýrlandi þurfa 6,5 milljónir barna á neyðaraðstoð að halda, 2,5 milljónir barna eru utan skóla og um ein milljón barna þjáist af vannæringu. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa unnið í Sýrlandi frá árinu 2012 og hafa aðstoðað yfir fimm milljónir manna, þar af þrjár milljónir barna.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Sýrlensk börn særð á líkama og sál eftir ellefu ár af stríði

Frá því stríðið hófst í Sýrlandi fyrir ellefu árum hafa tæplega þrettán þúsund börn látið lífið eða særst í átökunum. Til að setja þann fjölda í íslenskt samhengi bendir UNICEF á að dauðsföll barna séu fleiri en sem nemur öllum íbúum Mosfellsbæjar á síðasta ári. Í gær létu þrjú börn lífið þegar sprengjuleifar sprungu á jörðu niðri í Aleppo.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins

Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik.

Erlent
Fréttamynd

UNICEF óttast mjög um öryggi barna í Sýrlandi

Vaxandi átök í norðausturhluta Sýrlands eftir árás á Ghwayran-fangelsið í síðustu viku hafa kostað yfir hundrað mannslíf og þúsundir eru á vergangi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast mjög um öryggi 850 barna sem eru í haldi, sum hver einungis 12 ára gömul. UNICEF kallar eftir því að öllum börnum í haldi verði tafarlaust sleppt.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða

Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.