Sýrland

Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands
Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi.

Tvöfalt fleiri börn í norðurhluta Sýrlands án menntunar vegna heimsfaraldurs
Stríðsátök síðustu tíu árin hafa haft gríðarleg neikvæð áhrif á menntun barna í Sýrlandi.

Fluttur frá Bandaríkjunum og neyddur til að taka þátt í áróðri Ríkis íslam
Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi.

Utanríkisráðherra í fordæmalausri heimsókn í landtökubyggðum
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varð í dag fyrsti hátt setti bandaríski embættismaðurinn til þess að heimsækja landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum. Meirihluti alþjóðasamfélagsins telur landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum.

Utanríkisráðherra Sýrlands er látinn
Waled al-Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, er látinn, 79 ára að aldri.

Börn meðal fallinna í sprengjuárásum í Sýrlandi
Fjögur sýrlensk börn og tveir starfsmenn samstarfssamtaka Barnaheilla – Save the Children létust í vikunni í sprengjuárásum í Idlib héraði í Sýrlandi

Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna
Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak.

Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað.

Utanríkisráðuneytið styrkir Barnaheill vegna COVID í Sýrlandi
Utanríkisráðuneytið og Barnaheill – Save the Children á Íslandi veita fjármagni í viðbragðssjóð Save the Children International í Sýrlandi með áherslu á aðgerðir vegna COVID-19 heimsfaraldursins

Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan
Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar.

Falsaði sögu sína með Íslamska ríkinu
Lögreglan í Kanada hefur handtekið umdeildan mann sem sagðist hafa verið böðull fyrir Íslamska ríkið. Maðurinn heitir Shehroze Chaudhry og er 25 ára gamall.

Tvö hundruð þúsund fylgdarlaus flóttabörn í Evrópu
Um 200 þúsund börn eru fylgdarlaus á flótta í Evrópu. Þau koma flest frá Afganhistan, Sýrlandi og Erítreu og dvelja flest í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu og Svíþjóð.

Hermenn slasaðir eftir samskipti við Rússa
Minnst fjórir bandarískir hermenn slösuðust lítillega eftir deilur milli þeirra og rússneskra hermanna í Sýrlandi. Myndbönd af atvikinu hafa verið í dreifingu á Twitter og sýna meðal annars rússneska hermenn keyra á bandarískan brynvarin bíl og rússneskri þyrlu flogið mjög lágt yfir hermenn.

Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri
Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans.

Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands
Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum.

Tillaga Rússa um minni mannúðaraðstoð í Sýrlandi felld
Tillaga Rússa um að minnka mannúðaraðstoð í Sýrlandi var felld í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna í dag. Aðeins fjögur lönd kusu með tillögunni og sjö gegn henni en fimmtán ríki eiga sæti í ráðinu.

Stríðandi fylkingar í Sýrlandi sagðar sekar um stríðsglæpi
Stjórnarher Sýrlands og íslamistar sem háðu harða hildi um Idlib-hérað í fyrra eru sagðir hafa framið „svívirðilega“ stríðsglæpi í nýrri skýrslu eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Óbreyttir borgarar voru fórnarlömb loftsárása, sprengukúluregns, pyntinga og gripdeilda.

Framlag íslenskra stjórnvalda tilkynnt á áheitaráðstefnu vegna átakanna í Sýrlandi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um rúmlega 277 milljón króna framlag íslenskra stjórnvalda vegna átakanna í Sýrlandi.

Kvennahreyfingar krefjast vopnahlés
Yfir sextíu kvenréttindafélög og -samtök í ýmsum Arabaríkjum taka undir ákall aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19.

Börnin sem enginn vill fá heim
Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim.