Íslenski boltinn

Zeba áfram í Grindavík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þriggja ára samningur handsalaður
Þriggja ára samningur handsalaður Facebook/KND Grindavíkur

Króatíski knattspyrnumaðurinn Josip Zeba mun leika áfram með Grindavík þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Zeba gerir þriggja ára samning við Grindavík en hann var algjör lykilmaður í varnarleik liðsins sem var öflugur þrátt fyrir fall.

Josip Zeba skrifaði í dag undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Zeba, eins og flestir vilja kalla hann, var hluti af mjög sterkri vörn Grindavíkur á ný afstöðnu tímabili í Pepsi-Max deildinni.

Það er ósennilegt að það sé hægt að finna lið í flestum, ef ekki öllum deildum heims sem fær á sig næst fæstu mörkin í deildinni en falla samt niður um deild en það var jú hlutskipti okkar þetta ár. Það er því ljúft fyrir okkur að tryggja okkur samning við þennan sterka varnarmann næstu þrjú árin,“ 
segir í tilkynningu Grindvíkinga.

Grindvíkingar eru engu að síður þjálfaralausir þar sem Srdjan Tufegdzic mun ekki halda áfram að þjálfa liðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.