Enski boltinn

„Sancho getur orðinn einn besti leikmaður í heimi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jadon Sancho.
Jadon Sancho. vísir/getty
Dortmund vonast eftir því að hinn enski Jadon Sancho spili eitt eða tvö tímabil í viðbót með félaginu áður en hann gengur í raðir enn stærra félags.Þetta sagði Jorg Heinrich, aðstoðarþjálfari Dortmund, í samtali við Omnisport en hann segir að mörg stærstu félög heims séu að fylgjast með Sancho.„Jadon getur orðið einn besti leikmaður í Evrópu og í heiminum. Það verður ekki auðvelt að halda honum hjá Dortmund,“ sagði Heinrich.„Við vonum að hann verði hér eitt eða tvö tímabil í viðbót en við vitum öll að mjög, mjög stór félög með nóg af peningum vilja hafa hann í liðinu sínu.“„Hann ætti að vita að Dortmund er frábær staður fyrir unga leikmenn til að spila reglulega og þróa sinn leik á háu, háu stigi.“Sancho er nú með enska landsliðinu sem mætir Tékkum í undankeppni EM 2020 í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.