Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir stöðuna á Reykjalundi áhyggjuefni og telur mikilvægt að koma ró á það góða starf sem þar er unnið. Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsfólk hafði neitað að sinna sjúklingum eftir framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi eftir að forstjóranum var sagt óvænt upp í lok síðasta mánaðar. Stjórnarformaður SÍBS tilkynnti í gær að ráðningarferli nýs forstjóra stæði yfir og búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra lækninga. Sagði formaðurinn að það væri hæf manneskja sem kynnt verður í byrjun nýrrar viku. Heilbrigðisráðherra segir mestu skipta að ró komist á starfsemina. „Það sem öllu máli skiptir er að þeir sjúklingar sem eru að njóta þeirrar þjónustu sem þarna er boðið upp á. Þarna er mikil sérfræðiþekking og mikið af öflugu starfsfólki. Það skiptir máli að það komist friður og ríki friður um þá starfsemi sem þarna er.“ Starfsfólkið hefur lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS og kallað eftir inngripum ráðherra. „Mín aðkoma að málinu er ekki bein á nokkurn hátt heldur er hún í raun og veru bara í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Það sem ég get gert í þessum fréttatíma er að vonast til þess að allir nái að stilla saman strengi og standa vörð um þessa góðu þjónustu.“ Reykjalundur fékk tvo milljarða úr ríkissjóði í ár og má búast við svipuðu í næstu fjárlögum. Ríkið var eitt sinn með fulltrúa í stjórn SÍBS en ekki lengur. „Ég held að það þurfi alltaf að skoða hvernig svona starfsemi er best fyrir komið og þar með talið þessu utanumhaldi sem þarna er. Það var þannig á árum áður að ríkið hafði aðkomu að stjórn þessar rekstrar og mér finnst það alveg eitthvað sem gæti komið til skoðunar. En það er ekki það sem er dagskrá í dag heldur að koma ró á starfsemina og tryggja viðunandi endurhæfingarþjónustu fyrir þá sjúklinga sem þarna leita og skapa ró fyrir starfsfólk.“ Yfirlæknir á Reykjalundi sagði í gær að los væri komið á starfsemina en Svandís vonast til að starfsfólkið vilji sinna þessu mikilvæga starfi áfram. „Miðað við þær fréttir sem ég heyrði í dag þá erum við nær því að ná utan um málið, eða það er að segja, það er meiri ró um málið í dag en var í gær. Ég auðvitað vona að fólk vilji áfram sinna þessum mikilvægu verkefnum á þessum góða stað.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir. 11. október 2019 12:16
Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00
Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. 11. október 2019 11:31