Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2019 11:31 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga. Embætti landlæknis hefur enga aðkomu að deilunum í Reykjalundi en svaraði fyrirspurn Sveins Guðmundsson, stjórnarformanns SÍBS, vegna ákvörðunar starfsfólksins að senda sjúklinga af daglegudeild heim í gær. Í svörum landlæknis kom fram að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu sé ljóst að á Reykjalundi skuli vera framkvæmdastjóri lækninga. Af samningi Reykjalundar og Sjúkratrygginga Íslands yrði þó ekki séð að forsenda fyrir starfshæfni stofnunarinnar dag frá degi standi og falli með framkvæmdastjóra lækninga. Þjónusta Reykjalundar byggi á þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks en tekið var fram í svarinu til Sveins að embætti landlæknis gangi út frá því að verið sé að ganga frá afleysingu í stöðuna eða ráðningu. Sveinn las þetta svar frá embætti landlæknis á fundi með starfsmönnum Reykjalundar í gær. Þar tók Sveinn fram að hann búist við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækninga í byrjun nýrrar viku og ráðningarferli nýs forstjóra standi yfir. Er starfsemi Reykjalundar því með eðlilegum hætti í dag eftir róstugan gærdag. Starfsmennirnir fóru með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS, sem á Reykjalund, til heilbrigðisráðherra í gær. Var það gert vegna uppsagnar forstjóra Reykjalundar til tólf ára og framkvæmdastjóra lækninga. Yfirlæknir á Reykjalundi sagði forstjórann og framkvæmdastjórann nánast hafa verið borna út með ómanneskjulegum hætti. Starfsfólkið væri í angist, margir hugsuðu sér til hreyfings og framtíð Reykjalundar væri í mikilli óvissu með þessu áframhaldi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira