Enski boltinn

Bayern bætist í baráttuna um Eriksen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen er eftirsóttur.
Eriksen er eftirsóttur. vísir/getty
Bayern Munchen er talið hafa bæst í hópinn yfir þau lið sem hafa áhuga að fá danska miðjumanninn Christian Eriksen til liðs við sig.Eriksen er sagður óánægður hjá Tottenham og er talið að hann yfirgefi félagið í janúarglugganum. Hann er að spila sitt sjötta hjá Tottenham.Samningur Eriksen við Tottenham rennur út næsta sumar og gætu forráðamenn Lundúnarliðsins freistast til að selja Danann í janúar til þess að fá pening fyrir hann.Þjóðverjarnir eru sagðir vera búnir að hafa samband við umboðsmann Eriksen um möguleika á Þýskalandsför og er hann talinn áhugasamur.Eriksen lagði upp sigurmark Dana er liðið vann 1-0 sigur á Sviss í mikilvægum leik í undankeppni EM 2020.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.