Íslenski boltinn

Arnar hættur hjá Aftureldingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Hallsson.
Arnar Hallsson. mynd/afturelding

Inkasso-lið Aftureldingar er í þjálfaraleit en í gær ákvað þjálfari liðsins, Arnar Hallsson, að láta af störfum.

Arnar tók við liðinu í 2. deild árið 2017 og vann deildina með liðið á sínu fyrsta ári.

Í sumar hafnaði Afturelding í áttunda sæti Inkasso-deildarinnar og mun því spila þar aftur að ári.

Áður en Arnar fór í Mosfellsbæinn hafði hann getið sér gott orð sem unglingaþjálfari hjá Víkingi og HK.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.