Íslenski boltinn

Arnar hættur hjá Aftureldingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Hallsson.
Arnar Hallsson. mynd/afturelding
Inkasso-lið Aftureldingar er í þjálfaraleit en í gær ákvað þjálfari liðsins, Arnar Hallsson, að láta af störfum.

Arnar tók við liðinu í 2. deild árið 2017 og vann deildina með liðið á sínu fyrsta ári.

Í sumar hafnaði Afturelding í áttunda sæti Inkasso-deildarinnar og mun því spila þar aftur að ári.

Áður en Arnar fór í Mosfellsbæinn hafði hann getið sér gott orð sem unglingaþjálfari hjá Víkingi og HK.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.